General Electrics hefur boðið 17 milljarða dala, eða um 1900 milljarða króna, í franska orkufyrirtækið Alstom SA.

Francois Hollande, forseti Frakklands, segir að tilboðið sé ekki nógu gott. Það sé í raun óásættanlegt. Þetta sagði Hollande í viðtali við RMC Radio snemma í morgun. Þýska fyrirtækið Siemens AG hefur einnig boðið í Alstom og Hollande er heldur ekki sáttur við það.

Arnaud Montebourg, efnahagsráðherra Frakklands, hefur sagt í fjölmiðlum að honum lítist betur á tilboð Siemens.