Walmart ætlar að bjóða 3,3 milljarða Bandaríkjadollara í netverslunarfyrirtækið Jet.com. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Stefnt er að því að greiða 3 milljarða með lausafé og 300 milljónir með verðbréfum. Yfirtakan á að bæta stöðu Walmart á veraldarvefnum, en netverslun hefur vaxið á ógnarhraða á seinustu árum.

Jet.com var stofnað árið 2015 af Marc Lore, en hann hefur umtalsverða reynslu af stofnun netfyrirtækja. Vefsíðurnar Diapers.com og Soap.com voru seldar til Amazon árið 2011 fyrir 545 milljónir dollara.

Lore vann áður í bankageiranum, fyrir fyrirtæki á borð við Credit Suisse First Boston og Sanwa Bank. Hann er menntaður viðskipta- og hagfræðingur frá Bucknell háskóla Bandaríkjanna.