*

fimmtudagur, 6. maí 2021
Innlent 26. mars 2011 12:33

Bjóða afslátt „í krafti fjöldans“

Fyrirtækið Hópkaup tók nýlega til starfa og hefur farið nokkuð fyrir á undanförnum vikum.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Fyrirtækið Hópkaup tók nýlega til starfa og hefur farið nokkuð fyrir á undanförnum vikum. Um er að ræða fyrirtæki sem býður „afslátt í krafti fjöldans“, eins og Árni Þór Árnason, framkvæmdastjóri Hópkaupa, skýrir fyrir Viðskiptablaðinu.

Árni Þór tekur sem dæmi tilboð sem Serrano auglýsti hjá Hópkaupum. Um var að ræða 58% afslátt af ákveðinni máltíð og skráðu 3200 manns sig fyrir tilboðinu. Hann segir að hjá Serrano hafi aldrei sést annað eins, og auglýsingagildi tilboðanna því mikið. Heimasíður eins og Hópkaup hafa notið aukinna vinsælda um allan heim en fyrirmyndin er bandarískt fyrirtæki sem heitir Coupon. Viðskiptamódel þeirra gengur út á að að taka prósentu af útsöluverði þeirra vara sem eru auglýstar. Þannig græða báðir aðilar, seljandi og auglýsandi, ef hagnaður verður vegna auglýsingarinnar.

Stikkorð: Hópkaup