Íslenska fyrirtækið HandPoint hélt opið hús síðastliðinn föstudag þar sem kynnt var greiðslulausn félagsins fyrir fyrirtæki. Erla Ósk Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri HandPoint, segir að hingað til hafi aðeins einn aðili boðið upp á þessa þjónustu. Því vilji HandPoint bjóða fyrirtækjum annan valkost. Eins og notendur debet- og kreditkorta hafa tekið eftir skipta margar verslanir um búnað um þessar mundir og kortagreiðsla gerð á annan hátt en áður.Öllum fyrirtækjum verðu rskylt að notast við þennan nýjan greiðslumáta, þar sem korthafi stimplar inn lykilnúmer á greiðsluposanum, fyrir árslok 2012.

Hins vegar hafa ekki öll fyrirtæki skipt ennþá. Erla Ósk segir að með lausn HandPoint bjóðist fyrirtækjum annar kostur við afgreiðslukassann. Spurð um viðbrögð segir hún að vel hafi verið tekið í leiðina. Fjöldi fólks hafi mætt síðastliðinn föstudag, þar á meðal frá mörgum af helstu fyrirtækjum landsins. HandPoint var stofnað árið 1999. Frá árinu 2005 hefur fyrirtækið unnið við greiðslulausnir í Bretlandi sem byggja á greiðslum í gegnum farsíma og nú einnig spjaldtölvur. Þjónustan sem kynnt var síðasta föstudag er því viðbótarþjónusta, skýrir Erla Ósk.

Viðburður hjá HandPoint
Viðburður hjá HandPoint
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Meðal þeirra tækninýjunga sem HandPoint vinnur að er minni posi sem tengist snjalltækjum.

Viðburður hjá HandPoint
Viðburður hjá HandPoint
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Gestir fengu að prófa greiðsluleið félagsins í gegnum snjallsíma.

Viðburður hjá HandPoint
Viðburður hjá HandPoint
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Boðið var upp á veitingar meðan Davíð Guðjónsson kynnti lausnir félagsins.