*

miðvikudagur, 20. október 2021
Erlent 5. ágúst 2015 12:58

Selja Apple Watch-ólar sem heiðra Pútín - myndir

Rússneskt lúxusvörufyrirtæki framleiðir nú aukahluti fyrir Apple Watch sem heiðra sögu og leiðtoga Rússlands.

Ritstjórn

Rússneska fyrirtækið Caviar framleiðir nú ólar fyrir Apple Watch-snjallúrið sem heiðra nokkra rússneska leiðtoga. Hver ól kostar um 400.000 krónur, en þær eru mjög veglegar eins og sést á meðfylgjandi myndum.

Fyrst ber að nefna Pútín-ólina, en hún er skreytt ígrafinni mynd af Moskvu. Lenín-ólin er kyrfilega merkt upphafsstöfum Sovíetríkjanna á rússnesku, auk hamars og svigðar. Rússlands-ólin er skreytt fallegu mynstri. Þá er einnig til sölu ól til heiðurs Pétri mikla.

Caviar vakti athygli nýlega fyrir flott iPhone hulstur sem skreytt eru gyllinni mynd af Vladimír Pútín. Samkvæmt Business Insider seldust þau upp skömmu eftir að þau voru sett í sölu.

Stikkorð: Apple Rússland Pútín