*

föstudagur, 4. desember 2020
Innlent 26. september 2020 17:04

Bjóða áskrift að rafmagnshlaupahjólum

Escooter.is býður áskrift að rafmagnshlaupahjóli fyrir 8 þúsund krónur á mánuði.

Ritstjórn
X7 rafmagnshlaupahjólin drífa 20 kílómetra á hleðslu og ná 25 kílómetra hraða á klukkustund.
Aðsend mynd

Escooter.is býður nú áskrift að rafmagnshlaupahjólum. Áskriftin felur í sér afnot af X7 rafhlaupahjóli auk alls viðhalds. Mánaðargjaldið er 7.990 krónur og binditími 3 mánuðir. Þetta kemur fram í tilkynningu og á vef fyrirtækisins.

Drægni hjólanna er 20 kílómetrar á fullri hleðslu, og hámarkshraði þeirra 25 km/klst. 2-3 tíma tekur að fullhlaða rafhlöðuna, en henni er einnig hægt að skipta út.

Þjónustan er í tilkynningunni sögð sú fyrsta sinnar tegundar, og fyrsti áskrifandinn þegar komin. Rafmagnshlaupahjól í áskrift eru ennfremur sögð vinsæll kostur á Spáni og víðar í Evrópu.

Stikkorð: Escooter.is