Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra Íslands, sagði að Bretar, eitt helsta viðskiptaland Íslands, væri velkomið í EFTA í kjölfar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í frétt Reuters .

Lilja talaði nýverið á málþingi sem var haldið í London School of Economics and Political Science. Þar nefndi Lilja það að Ísland héldi í stjórnartaumana í EFTA og myndi setja þetta mál á oddinn á meðan þau héldu forystusætinu innan samtakanna.

Eins og Viðskiptablaðið hefur áður greint frá, þá hefur Lilja þrjár mögulegar sviðsmyndir í huga varðandi samstarf Íslendinga og Breta. Þetta endurtók hún á fundinum. Þó er ljóst að endanleg útkoma ráðist af því hvernig Bretar kjósa að staðsetja sig.

Bretar er eins og áður hefur komið fram einn helsti viðskiptaaðili Íslands. 11% af innflutningi Íslands fer til Bretlands og 11% af útflutningi kemur frá Bretlandi.