*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Innlent 17. apríl 2018 15:09

Bjóða farmflutninga í Eystrasalti

Samskip býður upp á tengingar við Pólland og Litháen vegna aukins innflutnings á vörum í byggingariðnaði.

Ritstjórn
Helgafell er eitt flutningaskipa Samskipa
Aðsend mynd

Samskip bætir við siglingaleið til Osló, Póllands og Litháen. Segir fyrirtækið að með þessu hafi flutningsleiðir milli Íslands og Póllands verið stórbættar með nýjum samstarfssamningum og nýrri siglingaleið í Eystrasalti.

Nýja siglingaleiðin fer til Klaipeda í Litháen, Gdynia í Póllandi og Ósló í Noregi en boðið er upp á hana í samstarfi við flutningafyrirtæki á svæðinu sem hófst í byrjun apríl. Tengist siglingaleiðin flutningakerfi Samskipa í Árósum í Danmörku.

Birgir Gunnarsson, framkvæmdastjóri innflutningssviðs Samskipa á Íslandi segir að kallað hafi verið eftir bættum tengingum á svæðið enda hafi umtalsverð aukning verið á innflutningi frá bæði Póllandi og löndum Eystrasaltsins síðustu ár, til að mynda á varningi tengdum byggingariðnaði.

„Sendingar taka mun skemmri tíma en áður og leitun er að hagkvæmari sendingarmáta,“ segir Birgir en Samskip eru með skrifstofu í Gdansk í Póllandi sem annast þjónustu við pólska sendendur á vörum til Íslands, svo sem vegna forflutninga, lestunar gáma og skjalagerðar.

Lagt er upp frá Klaipeda í Litháen og siglt til Gdynia í Póllandi, áður en haldið er áfram til Ósló í Noregi og þaðan til Árósa í Danmörku þar sem er umskipað. Þaðan liggur leiðin til Reykjavíkur með viðkomu í Varberg í Svíþjóð og Kollafirði í Færeyjum.

Um Samskip:

Samskip eru alþjóðlegt flutningafyrirtæki sem býður flutningalausnir og tengda þjónustu á landi, sjó og í lofti með hagkvæmni og sjálfbærni að leiðarljósi.

Samskip bjóða upp á heildarþjónustu á Íslandi og í Færeyjum, fjölþátta gámaflutningsþjónustu um alla Evrópu, og frystiflutninga og flutningsmiðlun um allan heim. Félagið starfrækir skrifstofur í yfir 20 löndum í fimm heimsálfum. Starfsmenn er um 1.300.

Stikkorð: Noregur Danmörk Samskip Pólland Litháen
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is