Í kjölfar hryðjuverkanna sem framin voru í París á föstudaginn sl. var eftirlit á flugvöllum í Frakklandi aukið. Þó hafa ekki verið verulegar tafir á flugumferð til og frá París síðustu daga.

Nokkur flugfélög hafa boðið farþegum sem eiga miða til Parísar að breyta farmiðum sér að kostnaðarlausu. Guðjón Arngrímsson, talsmaður Icelandair segir  að félagið hafi boðið þeim þeim sem áttu, eða eiga bókað far til Parísar fram til 21. nóvember að seinka brottför eða hætta við án endurgjalds. Þetta eru sambærileg kjör og viðskiptavinir Skandinavíska flugfélagið SAS og Norwegian hafa boðið.

Air France hefur gengið lengra og boðið öllum þeim sem eiga miða fram til 15. desember að seinka ferð sinni án viðbótar kostnaðar.

Vefmiðillinn Túristi.is greinir frá.