Útboð á hlutafé í Getty Images er nú í annarri umferð. Nokkrir fagfjárfestasjóðir hafa boðið um 4 milljarða dollara fyrir fyrirtækið. Að minnsta kosti fimm fjárfestahópar hafa boðið í fyrirtækið, samkvæmt heimildum Wall Street Journal sem greinir frá söluferlinu í dag.

Getty Images er staðsett í Seattle í Bandaríkjunum. Fyrirtækið rekur ljósmyndagagnagrunn og þjónustar fjölmiðla um allan heim.

Síðustu viðskipti með félagið voru gerð árið 2008. Þá var virði félagsins um 2,4 milljarðar dollara.