Torfi G Yngvason, fyrrverandi eigandi Arctic Adventures samstæðunnar, og hvalaskoðunarfyrirtækið Elding hafa keypt fyrirtækið Sea Safari. Fyrirtækið býður nú upp á nýja tegund náttúruskoðunar undir vörumerkinu Whale Safari.

Bátar Whale Safari eru mun minni og hraðskreiðari heldur en hefðbundin hvalaskoðunarskip. „Bátarnir okkar eru sérsmíðaðir hraðbátar, sérhannaðir til að komast með lítilli truflun nálægt lífríkinu. Þú situr í þeim alveg við sjávarborðið. Þú sérð hvali, höfrunga, lunda, fuglalíf og seli,“ segir Torfi í samtali við Viðskiptablaðið.

Bátar Whale Safari eru hannaðir þannig að farþegar hafa vítt útsýni í allar áttir, ólíkt mörgum öðrum hvalaskoðunarbátum. „Þegar þú finnur hvalinn, þá skiptir ekki máli hvoru megin þú ert,“ segir Torfi. „Þú getur bara setið í þínum stól, þú ert alveg við hafið og sérð allt.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Túrbínan stendur óhreyfð
  • Að minnsta kosti tvö til þrjú ár eru eftir þar til málaferlum Milestone lýkur.
  • Guðmundur Þóroddsson forstjóri Reykjavík Geothermal er í ítarlegu viðtali.
  • Íslenskir frumkvöðlar eiga að hugsa stórt.
  • Varpað er upp svipmynd af Hreiðari Þór Jónssyni hjá Vífilfelli.
  • Hæsta hlutfall íbúa sem þiggja húsaleigubætur og fjárhagsaðstoð er í Reykjavík.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um forsetaframboð.
  • Óðinn skrifar um hrávörur og vaxtahækkun.