*

mánudagur, 25. janúar 2021
Innlent 4. júní 2020 10:15

Bjóða sig fram í stjórn Eikar

Aðalfundur Eikar fasteignafélags hf. verður haldinn 10. júní 2020 kl. 16:00 í salnum Háteig, á Grand Hótel.

Ritstjórn
Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar fasteignafélags.
Haraldur Guðjónsson

Aðalfundur Eikar fasteignafélags hf. verður haldinn 10. júní 2020 kl. 16:00 í salnum Háteig, á Grand Hótel, Sigtúni 38, 105 Reykjavík. Frá þessu er greint í tilkynningu. 

Framboðsfrestur til stjórnar Eikar fasteignafélags hf. rann út 3. júní kl. 16:00. Eftirtaldir einstaklingar hafa gefið kost á sér til setu í stjórn félagsins:

  • Arna Harðardóttir
  • Bjarni Kristján Þorvarðarson
  • Eyjólfur Árni Rafnsson
  • Guðrún Bergsteinsdóttir
  • Hersir Sigurgeirsson

Stjórn hefur metið öll framboð til stjórnar gild, sbr. 63. gr. a laga um hlutafélög nr. 2/1995. Samkvæmt samþykktum félagsins skal stjórnin skipuð fimm mönnum.

Því er sjálfkjörið í stjórnina en Hersir Sigurgeirsson kemur nýr inn í stjórnina. 

Stikkorð: Eik