Aðalfundur Haga hf. verður haldinn miðvikudaginn 6. júní 2018. Fundurinn fer fram á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2 í Reykjavík og hefst hann kl. 09:00.

Framboðsfrestur til stjórnar Haga hf. rann út þann 1. júní síðastliðinn. Samkvæmt samþykktum Haga skal kjósa fimm manns í í stjórn en það hafa borist sjö framboð.

Eftirtaldir einstaklingar hafa gefið kost á sér til setu í stjórn félagsins:

  1. Davíð Harðarson
  2. Erna Gísladóttir
  3. Kristín Friðgeirsdóttir
  4. Már Wolfgang Mixa
  5. Sigurður Arnar Sigurðsson
  6. Stefán Árni Auðólfsson
  7. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson

Davíð Harðarson

Davíð er með M.Sc- gráðu í fjármálum frá University of Florida og Cand.Oecon gráðu í fjármálum frá Háskóla Íslands. Davíð starfar sem fjármálastjóri Nordic Visitor og sem framkvæmdastjóri Magma hótels og situr hann jafnframt í stjórnum þeirra félaga. Davíð var forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Nordic Visitor 2017, framkvæmdarstjóri rekstar hjá Tommi's Burger Joint 2016 og fjármálastjóri Elkem Ísland 2013-2016.  Á árunum 2009-2013 starfaði hann sem verkefnastjóri á fjármálasviði Elkem Ísland.  Frá árinu 2004 til 2009 starfaði hann sem framkvæmdastjóri á eignastýringarsviði Landsbanka Íslands og sem sjóðsstjóri á árunum 2000-2003. Davíð á 29.485 hluti í Högum hf. Engin aðilar fjárhagslega tengdir honum eiga hlutabréf í Högum hf.  Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskiptavini félagsins, samkeppnisaðila eða stóra hluthafa.

Erna Gísladóttir

Erna var fyrst kjörin í stjórn Haga hf. þann 1. mars 2010. Hún er með MBA-gráðu frá IESE í Barcelona og B.Sc.-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands. Erna er forstjóri og eigandi BL ehf. og er ræðismaður Suður-Kóreu á Íslandi. Erna var forstjóri Bifreiða & landbúnaðarvéla hf. 2003-2008 og einn af eigendum þess félags, en hún var framkvæmdastjóri hjá B&L 1991-2003. Erna situr í stjórnum eftirtalinna félaga: Eldhúsvörur ehf., BLIH eignarhald hf., Sjóvá-Almennar tryggingar hf., EGG ehf., BL ehf., EGG fasteignir ehf., Umbreytingar slhf. og Hregg ehf. (varamaður). Erna á engin hlutabréf í Högum hf. beint. Hún er fjárhagslega tengd Sjóvá-Almennum tryggingum hf. sem eiga 6.888.889 hluti í Högum hf. Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskiptavini félagsins, samkeppnisaðila eða stóra hluthafa.

Kristín Friðgeirsdóttir

Kristín var fyrst kjörin í stjórn Haga hf. þann 11. maí 2011. Hún er með Ph.D.-gráðu í rekstrarverkfræði frá Stanford University, M.Sc.-gráðu í rekstrarverkfræði frá Stanford University og B.Sc.-gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Kristín kennir við London Business School og stundar ráðgjöf, rannsóknir og kennslu á sviði ákvarðanatöku, áhættustýringar, verðlagningar og tekjustýringar. Hún hefur starfað sem ráðgjafi hjá McKinsey, Intel, AMD, Yahoo og öðrum internet- og fjármálafyrirtækjum og kennir stjórnendum erlendra fyrirtækja ákvarðanatöku, s.s. Mars, Sanofi, Oman Oil og Lloyds. Kristín situr í háskólaráði Háskólands í Reykjavík og er stjórnarmaður í Tryggingamiðstöðinni hf., Valka hf. og Distica hf. Hvorki Kristín né aðilar henni fjárhagslega tengdir eiga hlutabréf í Högum hf. Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskiptavini félagsins, samkeppnisaðila eða stóra hluthafa.

Már Wolfgang Mixa

Már er með Ph.D-gráðu í viðskiptafræðum frá Háskólanum í Reykjavík, M.Sc-gráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskóla Íslands, B.S. gráðu í fjármálum og B.A. gráðu í heimspeki frá University of Arizona.  Einnig er hann með próf í verðbréfaviðskiptum. Már starfar sem Lektor í fjármálum við Háskólann í Reykjavík, hann er í stjórn Simple time ehf. og Simple investments ehf.  Árið 2010 starfaði hann sem fjárhagslegur ráðgjafi fyrir Atlantic tank storage og árið 2006 fyrir JPM ehf. Á árunum 1996-2009 starfaði hann við ýmis fjármálafyrirtæki á Íslandi. Einnig starfaði hann árin 2013-2014 hjá Rannsóknarnefnd Alþingis varðandi orsök og falli Sparisjóðanna þar sem hann hafði yfirumsjón með rannsóknum á fjárfestingum þeirra.  Már á engin hlutabréf í Högum hf. en aðilar fjárhagslega tengdir honum eiga 20.000 hluti í Högum hf. Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskiptavini félagsins, samkeppnisaðila eða stóra hluthafa.

Sigurður Arnar Sigurðsson

Sigurður Arnar var fyrst kjörinn í stjórn þann 5. júní 2014. Hann er með Cand. Oecon.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Sigurður Arnar er forstjóri eigin fyrirtækis sem sinnir ráðgjafa- og fjárfestingastarfsemi. Sigurður Arnar var áður forstjóri Húsamiðjunnar 2010-2013, forstjóri Kaupáss 2004-2006, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Byko 2000-2004 og framkvæmdastjóri Elko 1997-2000. Á árunum 1993-1996 var Sigurður Arnar eigandi og framkvæmdastjóri fyrirtækis í matvælaiðnaði og 1990-1993 starfaði hann við endurskoðun hjá Arthur Andersen og KPMG ehf. Sigurður Arnar situr í stjórnum Framsýnar ehf. og Metex ehf. Hvorki Sigurður Arnar né aðilar honum fjárhagslega tengdir eiga hlutabréf í Högum hf. Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskiptavini félagsins, samkeppnisaðila eða stóra hluthafa.

Stefán Árni Auðólfsson

Stefán Árni var fyrst kjörinn í stjórn Haga hf. þann 7. júní 2013. Hann er menntaður lögfræðingur (Cand. jur) frá Háskóla Íslands og er með framhaldsmenntun frá Háskólanum í Kent í Bretlandi. Stefán Árni er með réttindi sem héraðsdómslögmaður og próf í verðbréfaviðskiptum. Stefán Árni starfar sem lögmaður hjá LMB lögmönnum slf. Stefán Árni hefur áður sinnt störfum hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins 2005-2011, á nefndasviði Alþingis 2003-2005 og hjá Fortis lögmannsstofu 1999-2005. Stefán Árni situr í stjórnum eftirtalinna félaga: Gamli Byr eignarhaldsfélag ehf., Egla hf. og LMBMandat slf. Hvorki Stefán Árni né aðilar honum fjárhagslega tengdir eiga hlutabréf í Högum hf. Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskiptavini félagsins, samkeppnisaðila eða stóra hluthafa.

Tryggvi Guðbjörn Benediktsson

Tryggvi er með M.Sc gráðu í Alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík og B.Sc gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Einnig nam hann stefnumótun, smásölustjórnun og tekjustýringu við Renmin University of China. Tryggvi stýrir í dag nýsköpunarverkefni á sviði fjármálatækni sem auðveldar einstaklingum að tryggja greiðslur á Internetinu auk ráðgjafar við ýmis frumkvöðlafyrirtæki. Hann situr í stjórn Bílabúðar Benna ehf. og Bílaleigunnar Berg ehf. og er í varastjórn hjá ATMO Select ehf. Tryggvi starfaði  áður hjá Videntifier Technologies ehf., fyrst sem yfirmaður viðskiptaþróunar og síðar sem yfirmaður viðskipta (CCO).  Einnig starfaði hann við viðskiptaþróun hjá Bílabúð Benna. Tryggvi á 500 hluti í Högum hf. Engin aðilar fjárhagslega tengdir honum eiga hlutabréf í Högum hf.  Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskiptavini félagsins, samkeppnisaðila eða stóra hluthafa.