Stjórn­ir þriggja stærstu líf­eyr­is­sjóða lands­ins, Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna rík­is­ins (LSR), Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna (LV) og Gild­is, hafa tekið ákvörðun um að sjóðirn­ir muni sjálfir hefja viðræður við slitastjórn Kaupþings um möguleg kaup þeirra á Arion banka. Mbl.is greinir frá.

Þá hafa sjóðirnir jafnframt tilkynnt fjármálafyrirtækjunum Arctica Finance og Virðingu að þeir ætli sér ekki að gera tilboð í bankann undir forystu fyrirtækjanna. Eftir að stjórnirnar þrjár tóku þessa ákvörðun var forsvarsmönnum annarra lífeyrissjóða greint frá fyrirætlunum um viðræðurnar. Samkvæmt mbl.is gerðist það í gær.

25 lífeyrissjóðir eru í landinu og munu þeir allir fá kost á því að koma að mögulegri tilboðsgerð í Arion banka, en nánar er fjallað um málið í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.