Kanadíska félagið High Liner Foods býður 170 milljónir evra, jafnvirði rúmlega 26 milljarða króna, í Icelandic Group. Samkvæmt svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonarum söluna á Vestia er allt hlutafé Icelandic Group metið á 13,9 milljarða króna. Tilboðið er því nærri tvöfalt hærra en verðmat á félaginu samkvæmt samningi um sölu á Vestia. Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri FSÍ, hefur sagt að ekki standi til að selja innlenda hluta Icelandic.

Framtakssjóðurinn (FSÍ) eignaðist 81% hlut í Icelandic Group við kaup á Vestia, eignarhaldsfélagi Landsbankans. Sjóðurinn ræðir nú við fjárfestingarsjóðinn Triton um sölu á eignum og starfsemi Icelandic erlendis.

Forsvarsmenn High Liner Foods hafa gagnrýnt FSÍ fyrir að hundsa tilboð félagsins og telja Kanadamennirnir að þeirra tilboð sé hagstæðara en það sem Triton býður.