*

mánudagur, 19. ágúst 2019
Erlent 28. júní 2018 12:04

Bjóða upp á sýndarveruleika netverslun

Walmart ætlar að bjóða viðskiptavinum sínum upp á möguleika á búðarleiðangri úr tölvunni heima hjá sér.

Ritstjórn
epa

Bandaríska verslunarkeðjan Walmart hyggst bæta nýjum möguleika við netverslun sína. Þessi möguleiki mun gera viðskiptavinum kleift að fara í búðarleiðangur úr tölvunni heima hjá sér. Fólk mun geta valið sér vörur úr hillum verslana í gegnum tölvuna. Þetta kemur fram á vef Reuters.

Stefnt er að því að þessi möguleiki verði kominn í gagnið í vefverslun fyrirtækisins í næsta mánuði. 

Með þessu er Walmart að feta sömu slóð og mörg önnur fyrirtæki, en fyrirtæki eru sífellt að leggja meiri áherslu á netverslun og upplifun viðskiptavina á slíkri verslun. 

Stikkorð: netverslun Walmart