Ríkiskaup hefur óskað eftir tilboðum í kaup á ráðherrabílum. Ríkiskaup standa að útboðinu fyrir hönd Rekstrarfélags stjórnarráðsbygginga. Fyrirhugað er að semja um tvo flokka. Sá fyrsti er ráðherrabifreiðar og annar er ráðherrabifreiðar með auknar umhverfiskröfur.

Á vefsíðu Ríkiskaupa kemur fram að ekki sé ljóst hve margar bifreiðar verða keyptar hvaða ár, eða hvaða bifreiðar verða fyrir valinu fyrir hvert ráðuneyti.

„Rekstrarfélag stjórnarráðsbygginga áskilur sér rétt til að kaupa þær undirtegundir, boðinna tegunda í þessu útboði, sem að mögulega eiga eftir að koma í sölu á gildistíma samnings en sem uppfylla jafnframt kröfur útboðsins,“ segir á vef Ríkiskaupa. Gert er ráð fyrir að samið verði við fleiri en einn aðila um viðskiptin.