Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, fékk í dag greitt fyrir söluna á eignarhlut sínum í búlgarska símafélaginu BTC. Kaupandinn er bandaríska fjármálafyrirtækið AIG Global Investment Group. Áður hefur verið sagt frá því að innleystur hagnaður nemi 60 milljörðum króna.

Heildarverðmæti BTC eru 1,7 milljónir evra eða milljarða krón og er hér um að ræða stærstu skuldsettu yfirtöku í Mið- og Austur Evrópu fram til þessa.

Björgólfur hóf fyrst að fjárfesta í BTC árið 2003 sem þá var verið að einkavæða.