Björgólfur Jóhannsson er formaður Samtaka atvinnulífsins og hefur verið það frá árinu 2013. Hann stendur í ströngu þessa dagana, enda eru verkföll hafin hjá mjög stórum launþegahópum og stefnir í allsherjarverkföll hjá enn fleirum.

Þú nefnir að einhverjir í ykkar röðum segi að þetta sé of hátt. Telur þú að samningar upp á 23,5% hækkun, og ég tala nú ekki um meiri hækkanir, geti orðið til þess að einhver fyrirtæki fari hreinlega á hausinn?

Það getur vissulega gerst. Hvað gera fyrirtæki þegar kostnaður hækkar?“ spyr Björgólfur. Hann bendir jafnframt á að mörg íslensk fyrirtæki greiði mjög hátt hlutfall af tekjum sínum í laun. „Við skulum bara horfa á það að launakostnaður sem hlutfall af verðmætasköpuninni er yfir 60% á Íslandi. Það er með því hæsta sem við sjáum í samanburði við önnur lönd. Árið 2013 var Ísland í þriðja sæti í Evrópu á þessum mælikvarða, á eftir Sviss og Danmörku, en líklega mun Ísland skjótast í fyrsta sætið á þessu ári.

Það að hækka laun um 23,5%, hækkar þetta hlutfall ef ekkert annað gerist. Við verðum ekki eins samkeppnishæf við umheiminn, nema eitthvað komi á móti. Þetta er einfaldlega spurning um það. Við þurfum að leita leiða til að auka framleiðnina. Við verðum að ná að framleiða þá vöru sem við erum að bjóða á skilvirkari og hagkvæmari máta en aðrar þjóðir, þannig að við eigum einhvern séns í samkeppninni. Þetta snýst bara um það,“ segir Björgólfur.

Björgólfur er í ítarlegu viðtali í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .