*

mánudagur, 24. febrúar 2020
Innlent 25. september 2017 11:26

Björgólfur: „Ekki fundið neitt sem er frítt“

Forstjóri Icelandair Group segir félagið vilja verða sýnilegt á leitarvefjum fyrir lággjaldaflug yfir hafið.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group segir félagið ekki hafa verið sýnilegt á leitarvefjum fyrir lággjaldaflug yfir hafið, en félagið sé að bregðast við því.

Þetta kemur fram í nýjum viðtalsþætti á facebook síðu Íslandsbanka, þar sem hann segist spyrja sig að því hvað teljist vera lággjaldaflug, það er hvort það sé bara kostnaðurinn við sætið sem slíkt eða heildarkostnaðurinn fyrir farþegann þegar komið er á leiðarenda.

„Low cost hefur einkennst af því að það er reynt að selja allt sem hægt er að selja þegar þú ert kominn um borð og yfirleitt á háu verði,“ segir Björgólfur. „Mér finnst ekki alltaf réttnefni að kalla það low cost.“

Á einhverju verður að lifa

Björgólfur segir miklar breytingar horfa við markaðnum, eitt lággjaldaflugfélag hafi horfið af honum nýlega, líkt og til dæmis forstjóri Ryanair hafi spáð fyrir um.

„Forstjóri Ryanair hefur líka sagt að fluggjöld verði frí í framtíðinni en það eru fleiri sem hafa talað um það“, segir Björgólfur en Skúli Mogensen, forstjóri Wow, hefur talað um það í fjölmiðlum að flug verði að lokum frítt.

„Ég hef ekki fundið neitt á minni stuttu ævi sem er frítt í þessum heimi. Á einhverju verða viðkomandi að lifa.“