Björgólfur Guðmundsson er nú kominn á lista Forbes yfir ríkasta fólk í heimi og situr þar í 799. sæti, Björgólfur Thor, sonur hans, er nú kominn upp í 249. sæti, en áður var hann í 350. sæti.

Eigur Björgólfs Thors eru nú metnar á 3,5 millarða Bandaríkjadala, eða 235 milljarða króna. Eigur Björgólfs eldri eru metnar á 1,2 milljarða Bandaríkjadali, eða sem samsvarar rúmum 80 milljörðum króna.

Tölvumógúllinn Bill Gates er sem fyrr í efsta sæti listans, með eigur metnar á 56 milljarða Bandaríkjadala.

Á listanum eru nú 946 milljarðamæringar og eru 178 nýliðar á listanum að þessu sinni, en 17 einstaklingar koma aftur inn á listann eftir dottið út af honum.

Tveir þriðju þeirra sem voru á listanum í fyrra hafa nú auðgast enn meir, en 17% eru nú fátækari og höfðu 32 einstaklingar farið niður fyrir milljarð í eignum og því dottið af listanum.