Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segist engar áhyggjur hafa af nýju flugrekstrarleyfi WOW air. Síðarnefnda félagið fékk flugrekstrarleyfið í víkunni og mun hefja flug til Bandaríkjanna í vor. WOW mun hafa  fimm þotur í sinni þjónustu í sumar, en voru með tvær þotur þegar félagið hóf starfsemi í fyrravor.

„Vð erum bara að gera okkar hluti og horfum á hvar styrkleikar okkar liggja á hverjum tíma. Það verður alltaf samkeppni til staðar. Það er bara spurning hvaðan hún kemur, segir Björgólfur í samtali við Viðskiptablaðið, sem kom út í dag.

Uppgjör Icelandair fyrir þriðja fjórðung var birt í gær. Félagið hagnaðist um átta milljarða og segja greiningaraðilar að það sé mjög góður árangur. Velta með hlutabréf í félaginu nemur ríflega milljarði króna í dag.