Björgólfur Jóhannsson hefur tilkynnt að hann muni tímabundið láta af störfum sem stjórnarformaður og stjórnarmaður hjá Íslandsstofu. Íslandsstofa greinir frá þessu í fréttatilkynningu, en líkt og Viðskiptablaðið greindi frá fyrr í dag þá hefur Björgólfur tekið tímabundið við starfi forstjóra Samherja af Þorsteini Má Baldvinssyni.

Hildur Árnadóttir, varaformaður stjórnar Íslandsstofu, hefur tekið við hlutverki formanns og Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri þróunar, sölu- og markaðssviðs Bláa lónsins, sem er varamaður í stjórn Íslandsstofu, tekur sæti í stjórninni í fjarveru Björgólfs.