Að sögn Björgólfs Jóhannssonar, forstjóra Icelandair Group, var ákveðið að félaginu að leggjast ekki gegn því að Travel Service, sem þeir eiga 50% hlut í, gerði tilboð í tékkneska ríkisflugfélagið Czech Airlines.

Björgólfur tók þó fram að þeir hefðu ekki verið í beinu samningssambandi við tékkneska ríkið vegna málsins.

Björgólfur sagði að Travel Service væri í hópi fjárfesta sem hefðu ákveðið að gera tilboð í Czech Airlines og þeir ættu 50% hlut í félaginu. Ekki væri þannig hægt að segja að Icelandair Group væri að koma að tilboðinu með beinum hætti.

Björgólfur benti á að Travel Service væri að starfa á sama svæði og Czech Airlines og því hefðu félögin verið í talsverðri nálægð sem skýrði áhuga þeirra á að kaupa Czech Airlines. Rekstur félagsins hefði hins vegar ekki verið góður undanfarið sem í augum sumra fjárfesta væri tækifæri til kaupa.

,,Því höfum við ekki lagst gegn því að Travel Service skoðaði kaup á félaginu en eins og ég sagði þá höfum við ekki verið í beinu sambandi við tékknesk stjórnvöld," sagði Björgólfur.