Björgólfur Jóhannsson keypti nú fyrir skömmu 400.000 hluti í Icelandair Group á genginu 7,68, og nemur kaupverðið því tæpum 3,1 milljónum króna.

Heiðrún Jónsdóttir, stjórnarmaður hjá félaginu keypti fyrr í dag bréf fyrir 2,4 milljónir.

Eins og ítarlega hefur verið fjallað um hafa hlutabréf í Icelandair fallið töluvert nýlega eftir afkomuviðvörun í upphafi júlímánaðar, og nú á þriðjudag kom út ársfjórðungsuppgjör félagsins, en bréf félagsins hafa fallið um 40% síðan afkomuviðvörunin var gefin út, og verðið er nú undir fimmtungur þess sem það var í apríl-lok 2016, þegar það var sem hæst.