Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, keypti í dag 300 þúsund hlutabréf í félaginu á genginu 11,5 krónur á hlut. Miðað við það nemur kaupverðið 3,4 milljónum króna.

Björgólfur á eftir kaupin 1,3 milljónir hluta í Icelandair Group. Verðmæti þeirra miðað við gengi bréfa félagsins í dag nemur tæpum 14,5 milljónum króna. Björgólfur á ekki kauprétt að hlutabréfum í flugrekstrarfélaginu miðað við þær upplýsingar sem fram koma í tilkynningunni.

Flugfélagið á fleygiferð

Gengi hlutabréfa Icelandair Group hefur hækkað um 2,22% í Kauphöllinni í dag. Viðskipti með bréfin nema rúmum 767 milljónum króna. Það hefur verið á fleygiferð frá áramótum. Gengið stóð í 8,22 krónum á hlut á gamlársdag og hefur hækkað um 39,9% síðan þá.