Fimm voru kjörin í stjórn Festis en hluthafafundur Festi hf. (áður N1 hf.) sem haldinn var í morgun.

Á fundinum var meðal annars ný samkeppnisstefna og endurskoðuð starfskjarastefna samþykkt. Þá var einnig samþykkt sú tillaga að breyta nafni N1 hf. í Festi hf.

Samþykkt var tillaga stjórnar að reglum um tilnefninganefnd í starfsreglum stjórnar. Jafnframt var samþykkt að Sigrún Ragna Ólafsdóttir og Tryggvi Pálsson skipi tilnefningarnefnd félagsins. Í kjölfar hluthafafundar mun stjórn skipa þriðja nefndarmanninn úr sínum röðum.

Í stjórn félagsins voru kjörin eftirtalin:

  • Björgólfur Jóhannsson,
  • Guðjón Karl Reynisson,
  • Kristín Guðmundsdóttir,
  • Margrét Guðmundsdóttir,
  • Þórður Már Jóhannesson,

Sex voru í framboði til stjórnar en Helga Hlín Hákonardóttir sem áður sat í stjórn Festi náði ekki kjöri í stjórn.

Á stjórnarfundi sem haldinn var í kjölfar fundarins var Margrét Guðmundsdóttir endurkjörinn sem formaður stjórnar og Þórður Már Jóhannesson kjörinn sem varaformaður stjórnar.