*

laugardagur, 24. júlí 2021
Innlent 15. janúar 2018 11:02

Björgólfur metinn á 1,8 milljarða dala

Í efsta sæti lista Forbes yfir ríkustu menn árið 2017 er Bill Gates, stofnandi Microsoft.

Ritstjórn
Björgólfur Thor skipar 1161. sæti lista Forbes yfir ríkustu menn í heimi.

Björgólfur Thor skipar 1161. sæti á lista Forbes yfir ríkustu menn í heimi árið 2017. Auður Björgólfs hefur vaxið hægt og bítandi frá árinu 2015 en þá komst hann fyrst inn á listann aftur eftir fimm ára fjarveru í kjölfar hrunsins.

Nettó eignir Björgólfs eru í dag metnar á um 1,8 milljarða dala sem nemur um 185 milljörðum á gengi dagsins í dag.

Í efsta sæti listans fyrir árið 2017 er Bill Gates, stofnandi Microsoft, sem er metinn á 86 milljarða dala. Í öðru sæti er Warren Buffett, fjárfestirinn viðkunnalegi, sem er metinn á 75,6 milljarða. Í því þriðja er Jeff Bezos, stofnandi Amazon sem er metinn á 72,8 milljarða dala. Í því fjórða er Amancio Ortega, stofnandi Zöru og í því fimmta Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook.