Björgólfur Thor Björgólfsson
Björgólfur Thor Björgólfsson
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Deilum Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis og Róberts Wessman er ekki lokið enn. Samkvæmt dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur eru tvö mál á hendur Róberti Wessman framundan á næstunni. Annars vegar mál Actavis Group hf., sem er að stærstum hluta í eigu félags Björgólfs Thors, gegn Róberti en það verður tekið fyrir 20. september.

Hinn 28. september er síðan tekið fyrir mál BeeTeeBee Ltd., félags Björgólfs Thors, gegn Róberti. Byggja málin á því að Róbert skuldi vel á annan milljarð króna. Róbert hefur einnig stefnt Björgólfi þar sem hann telur hann skulda sér 4,6 milljarða.