Björgólfur Jóhannsson var á dögunum ráðinn forstjóri Icelandair Group. Hann mun láta af störfum sem forstjóri Icelandic Group í janúar næstkomandi og hefur lýst því yfir að formennska í LÍÚ fari ekki vel með nýja starfinu.

Björgólfur segir að málið hafi borið að með mjög skjótum hætti og að ákvörðunin hafi verið tekin á örfáum dögum, en hann mun láta af störfum sem forstjóri Icelandic Group þann 15. janúar og tekur þá við nýja starfinu. „Þetta var mjög skammur fyrirvari og gekk allt hratt fyrir sig. Ég tók mér ekki marga daga til umhugsunar. Það má segja að ég sé búinn að vera nánast allt mitt líf í sjávarútvegi, með smá viðkomu í endurskoðun, þannig ég ákvað að freista gæfunnar og söðla um,“ segir Björgólfur.

Í Viðskiptablaðinu á morgun er rætt við Björgólf. Áskrifendur geta nú þegar nálgast blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það á [email protected] .