Fjarskiptafélagið WOM í Chile, sem er í eigu Novator, fjárfestingafélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, vinnur að 300-450 milljóna dollara skuldabréfaútgáfu, jafnvirði 40-60 milljarða íslenskra króna til næstu sjö ára.

Nýta á fjármagnið til að kaupa aðgang að tíðnisviðum við uppbyggingu fjarskiptanets í landinu, endurfjármagna skuldir upp á 150 milljónir dollara auk þess að styrkja reksturinn frekar.

Skuldabréfaútgáfa WOM fyrir ríflega ári var meðal annars nýtt til að greiða Novator um 250 milljónir dollara, um 30 milljarða króna, í arð. Markaðshlutdeild WOM í Chile er um 22% en var um 2% árið 2015 þegar Novator kom félaginu á koppinn.

Tekjur WOM í Chile námu um 100 milljörðum króna árið 2020 og rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var um 22 milljarðar króna. WOM vinnur einnig að uppbyggingu fjarskiptafélags í Kólumbíu og hyggst fjárfesta f yrir um einn milljarð dollara, um 130 milljarða íslenskra króna, til að byggja upp reksturinn.

Novator seldi jafnfram ríflega 20% hlut sinn í pólska fjarskiptafyrirtækinu Play á síðasta ári fyrir um 70 milljarða króna.