*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 8. maí 2013 11:31

Björgólfur Thor: „Fool me twice, shame on me“

Björgólfur Thor Björgólfsson ætlar ekki að gera þau mistök aftur að fjárfesta í íslensku bönkunum.

Guðni Rúnar Gíslason
Haraldur Jónasson

„Fool me once, shame on you. Fool me twice, shame on me,“ segir Björgólfur Thor Björg­ólfsson í samtali við Viðskiptablað­ið. Honum líst ekki á íslensku bank­ana sem fjárfestingarkosti. Hann hafi gert það áður og tapað gríðarlega á því.

„Ég ætla ekki að gera þau mis­tök aftur. Það er mikil óvissa um allt. Efnahagsástandið á Íslandi, íslenska krónan, uppgjörin og allt þetta. Gríðarlegir óvissuþættir sem geta sveiflast í allar áttir.“

Ítarlega er rætt við Björgólf í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag um fjárfestingar hans hér á landi og áhættuna sem hann tók við uppgjör sitt við lánardrottna og í tengslum við söluna á Actavis. Félag Björgólfs eignaðist um 5% hlut í Actavis og er hluturinn metinn á í kringum 60 milljarða króna. Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.