Björgólfur Thor Björgólfsson hefur gengið frá samkomulagi um uppgjör skulda við erlenda og innlenda lánardrottna sína. Engar skuldir verða gefnar eftir.

Samkomulagið nær til persónulegra skulda hans og fjárfestingarfélags í hans eigu, Novators. Í yfirlyìsingu frá Björgólfi segir að samkvæmt samkomulagi verði allar skuldir gerðar upp að fullu og engar gefnar eftir.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins komu íslensku bankarnir auk nokkurra erlendra banka að samkomulaginu. Ef allt er talið nemur heildaruppgjörið um 1200 milljörðum króna samkvæmt upplyìsingum frá talsmanni Novators, Ragnhildi Sverrisdóttur. „Að baki skuldbindingum Björgólfs Thors voru miklar eignir en ekki bara loft, eins og samkomulag við lánardrottna ber með sér,“ segir Ragnhildur.

Heldur ítökum í gegnum Novator

Samkvæmt samningnum heldur Björgólfur Thor eignarhlutum sínum í gegnum félag sitt Novator. Hann er því áfram hluthafi. Hins vegar mun allur arður eignanna, og verðmæti ef þær verða seldar, fara í uppgjör skulda. Meðal eigna Björgólfs eru hlutir í Actavis, Play, CCP og Verne Holding. Hann mun því starfa í þágu lánardrottna sinna.

Samhliða þessu heildaruppgjöri hefur náðst samkomulag um fjárhagslega endurskipulagningu lyfjafyrirtækisins Actavis. Þar verður Björgólfur áfram leiðandi hluthafi og mun sitja í stjórn þess.

Glitnir, Landsbankinn, Kaupþing og Straumur eiga allir aðild að samningnum. Auk þeirra eru nokkrir erlendir bankar, þar á meðal Deutsche Bank, Barclays, Standard og Fortis. Við gerð samkomulagsins við kröfuhafa naut Björgólfur aðstoðar tveggja erulendra fyrirtækja. Þau voru lögmannsstofan Linklaters og ráðgjafarfyrirtækið AlixPartners en það sérhæfir sig í fjárhagslegri endurskipulagningu.

-Nánar í Viðskiptablaðinu í dag.