Björgólfur Thor Björgólfsson hefur ákveðið að hætta í stjórn Bulgarian Telecommunications Company (BTC), búlgarska símafélagsins og munu fulltrúar Novator, fjárfestingarfélags hans, taka sæti í stjórninni í hans stað.

Þetta kemur fram í fréttum búlgaskra fjölmiðla. Björgólfur Thor á kaupréttinn af 65% hlutafjár í BTC í gegnum Viva Ventures. Jeremy Thompson og Bruce McInroy munu taka sæti í stjórn BTC í stað Björgólfs Thors, sem fulltrúar hans. Jeremy Thomson var forstjóri hjá Cable & Wireless en Bruce McInroy, sem hefur yfir 20 ára reynslu af síma- og fjarskiptamálum, hefur meðal annars verið hjá BT - breska símafélaginu

Björgólfur Thor er sagður vera umsvifamesti erlendi fjárfestinn í Búlgaríu. Auk hlutabréfa í BTC eiga félög á vegum Björgólfs Thors 34% hlut í Economic and Investment Bank (EIBank) og þrjár lyfjaverksmiðjur undir hatti Actavis þar sem hann er ráðandi hluthafi.