Björgólfur Thor Björgólfsson er í ítarlegu viðtali við Financial Times í dag.

Í viðtalinu segir hann að bók sín, „Billions to Bust – and Back", sé stór minnismiði um að láta hlutina ekki fara úr böndunum, aftur. Talsvert er fjallað um bókina í viðtalinu.

Fram kemur að Björgólfur hafi selt allar helstu lúxuseignir sínar; einkaþotuna, snekkjuna, og öll hlutabréf sem hann gat selt. Hins vegar segist hann hafa haldið hlutum í lyfjafyrirtækinu Actavis, símafélaginu Play og átt áfram„gamlan” Aston Martin sportbíl.

Björgólfur segist sjá tækifæri í Rússlandi og muni hugsanlega snúa þangað aftur. Fall rúbblunnar og krísan í Úkraínu gerir Rússland tilvalinn stað samkvæmt kokkabók Björgólfs, að eigin sögn.

Hann seg­ir að bestu samn­ing­arn­ir verði til þegar fjár­fest sé í „löskuðum fyr­ir­tækj­um í stöðugum ríkj­um eða stöndugum fyr­ir­tækj­um í löskuðum ríkj­um”.

Hér má lesa viðtalið í heild.