Bulgarian National Bank hefur samþykkt að Novator Bulgaria, sem er stjórnað af Björgólfi Thor Björgólfssyni, fái að kaupa 34% hlut í búlgarska bankanum Economic and Investment Bank (EIBank), en greint var frá þessu í dag.

Samkeppnisyfirvöld í Búlgaríu hafa þegar gefið blessun sína, en Novator Bulgaria stefnir á að eignast 50% hlut í EIBank á árinu 2007.

Heildareignir bankans nema 900 milljónum búlgarska leva (35 milljarðar íslenskra króna). Útlánasafn bankans nemur um 17 milljörðum króna. EIBank er áttundi stærsti banki Búlgaríu.

Kaupverð hlutarins hefur ekki verið gefið upp.