Björgólfur Thor Björgólfssoni, stjórnarformaður Straums-Burðaráss, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann neitar því að uppskipti á félaginu hafi verið rædd við stjórnarformann FL Group. Játar þó að þeir hafi átt fund.

Í yfirlýsingu hans segir:

?Vegna forsíðufréttar Fréttablaðsins um að Straumi-Burðarási verði hugsanlega skipt upp og að það sé líklegasta niðurstaðan varðandi framtíð félagsins er nauðsynlegt að eftirfarandi komi fram:

Straumur-Burðarás hefur markað sér skýra stefnu til framtíðar og náð eftirsóknarverðri stöðu á mörkuðum hér heima sem erlendis. Ég ræddi við stjórnarfomann FL Group í gær um uppbyggingu félagsins og komu þar uppskipti ekki til tals. Hugmyndin hefur heldur ekki verið rædd í stjórn félagsins. Stjórn Straums-Burðaráss lítur á kaup FL Group á stórum hlut í félaginu sem stuðning við stefnu hennar og framtíðarsýn félagsins um uppbyggingu á öflugum alþjóðlegum fjárfestingabanka. Umrædd frétt Fréttablaðsins er úr lausu lofti gripin og er alfarið hugarburður fréttamanna blaðsins og til þess fallin að valda óróa og skaða."

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Björgólfi Thor Björgólfssyni, stjórnarformanni Straums-Burðaráss.