Novator, eignahaldsfélag Björgólfs Thor Björgólfs­son­ar, ætlar ásamt meðeiganda sínum að selja símafyrirtækið P4 fyrir um tvo millj­arða Bandaríkjadala, sam­kvæmt heim­ild­um Reuters.

P4 er fjórða stærsta farsíma­fyr­ir­tæki Pól­lands með um 22% markaðshlut­deild á farsíma­markaði í og með um þrett­án millj­ón­ir viðskiptavina. Félagið starfar undir vörumerki Play.

Novator á 49,7% hlut í P4 en meðeigandinn Tollert­on, sem er í eigu gríska kaupsýslumannsins Panos­ar Ger­manos, á 50,3% hlut í fyr­ir­tæk­inu en Novator af­gang­inn.

Frétt Reu­ters af fyr­ir­hugaðir sölu á P4