Fjárfestingafélagið Novator, sem er að mestu í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, kemur að umfangsmikilli endurfjármögnun á pólska fjarskiptafyrirtækinu Play. Mikil eftirspurn var eftir þátttöku í skuldabréfaútboði félagsins víða í Evrópu og var lendingin sú að það gaf út skuldabréf upp á 900 milljónir evra, jafnvirði um 140 milljarða íslenskra króna.

Play er eins konar systurfyrirtæki Nova og er það eitt fjórða stærsta fjarskiptafyrirtæki Póllands.

Novator á tæpan 50% hlut í Play. Þetta er stærsta eign félagsins fyrir utan Actavis.

Nánar er fjallað um málið Í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Íslensk fluguveiðihjól slá í gegn í Bandaríkjunum
  • Nýsköpunarsjóðir biðla til lífeyrissjóða
  • Verslunarfólk segir útsölurnar síðustu þær bestu frá hruni
  • Búist við því að verðbólga aukist
  • Hanna Birna segir Sundabraut ákjósanlega
  • Sænskir bankar greða mesta arðinn
  • Sævar Freyr kveður Símann
  • Seðlabankinn safnar fé
  • Dömurnar fá rósir á degi ástarinnar
  • Ár tónlistarhátíðanna
  • Milljarður rís í Hörpu á morgun
  • Rakel Sölvadóttir hjá Skema vill umbylta menntakerfinu. Hún er í ítarlegu viðtali í blaðinu.
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem að þessu sinni fjallar um Má Guðmundsson og Hayek
  • Kristján Freyr hjá Meniga hefur gaman af eldamennsku
  • Óðinn skrifar um lífeyrissjóði og höft
  • Þá eru í blaðinu pistlar, myndir og margt, margt fleira.