Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, kynnti tíu tillögur til að bæta samkeppnishæfni Íslands á Ársfundi atvinnulífsins í Hörpu í dag. Mikilvægasta skrefið í átt til aukinnar samkeppnishæfni er afnám gjaldeyrishaftanna en engin ein tillaga af þeim sem samtökin leggja fram er mikilvægari en önnur að sögn Björgólfs.

Tíunda tillagan snýr að því að auka samkeppni í landbúnaðarkerfinu, t.d. með endurskoðun tollalaga. Björgólfur segir að aukin samkeppni og aukin hagræðing í þeirri grein sé allra hagur.

VB Sjónvarp ræddi við Björgólf.