Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, er meðal þeirra sem t ilnefningarnefnd Sjóvá leggur til að verði kjörin í stjórn félagsins á aðalfundi félagsins í 12 mars . Björgólfur var meðal þeirra sem sóttust eftir kjöri í stjórnina.

Björgólfur tók við sem forstjóri Samherja tímabundið þann 14. nóvember, þar til „helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir,“ eins og það var orðað á heimasíðu félagsins.

Björgólfur hætti í kjölfarið sem stjórnarformaður Sjóvá, Íslandsstofu og í stjórn Festi, móðurfélagi N1, Krónunnar og fleiri verslana. Björgólfur sagðist þá ætla „víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá vegna anna.“ Hildur Árnadóttir, tók við sem stjórnarformaður og Erna Gísladóttir, sem var varamaður í stjórn, tók sæti í aðalstjórn félagsins.

Ingunn og Guðmundur í stað Hjördísar og Heimis

Fleiri breytingar eru lagðar til á stjórninni. Hjördís E. Harðardóttir lögfræðingur sóttist ekki eftir endurkjöri. Lagt er til að Ingunn Agnes Kro taki sæti hennar í stjórninni. Nefndin leggur einnig til að Heimir V. Haraldsson endurskoðandi, sem sækist eftir endurkjöri, fari úr stjórninni en í hans stað komi Guðmundur Örn Gunnarsson, fyrrverandi forstjóri VÍS. Þá er lagt til að Hildur Árnadóttir og Ingi Jóhann Guðmundsson sitji áfram í stjórninni.

Erna Gísladóttir mun aftur fara í varastjórn Sjóvá samkvæmt tillögu tilnefningarnefndar ásamt Garðu Gíslasyni.