Tvö fyrirtæki buðu í dýpkun hafnanna á Ísafirði og á Suðureyri við Súgandafjörð þegar tilboð voru opnuð þann 21. desember.

Þar átti Björgun ehf. tilboð upp á tæpar 39,7 milljónir króna og Sekstant Sp/f í Færeyjum átti hitt tilboðið sem hljóðaði upp á tæpar 62,3 milljónir króna.

Kostnaðaráætlun hönnuða hljóðaði hins vegar upp á rúmar 33,4 milljónir króna svo bæði tilboðin eru yfir kostnaðaráætlun.