Einkahlutafélagið Björgun sem sér um dælingu jarðefna úr sjó til frekari vinnslu á landi, landgerði, skipulag íbúða- og atvinnuhverfa, hafnardýpkanir ásamt annarri starfsemi, hagnaðist um 196,5 milljónir árið 2015.

Það er meiri hagnaður en árið áður þegar félagið hagnaðist um 48,6 milljónir. Hagnaður félagsins fyrir tekjuskatt nam 246 milljónum samanborið við 50,2 milljónir árið áður.

Eignir Björgunar í lok árs 2015 nam 1,4 milljörðum samanborið við 1,5 milljarða í lok árs 2014. Eigið fé Björgunar í árslok 2015 nam 975 milljónum samanborið við 778,7 milljónir í lok ársins 2014.

Stjórn félagsins gerði tillögu um að greiddur yrði arður að fjárhæð 40 milljónir til hluthafa á árinu 2016 vegna rekstrar 2016. Björgun er dótturfélag Eignarhaldsfélagsins Hornsteins ehf. Framkvæmdastjóri Björgunar er Lárus Dagur Pálsson.