Bandarísk stjórnvöld telja að tap skattgreiðenda af björgun bandarískra bílaframleiðenda munu nema 14 milljörðum dala, rúmum 1.600 milljörðum íslenskra króna.

Stjórnvöld lögðu fram 80 milljarða fram til bjargar General Motors, næst stærsta bílaframleiðenda heims, og Chrysler, sem er nú 51% eigu Fiat.

Chrysler hefur endurgreitt stærstan hluta lánsins, en eftir standa um 1,5 milljarður dala sem ólíklegt er að bandaríska ríkið fái að fullu til baka, samkvæmt tilkynningu frá Fjármálaráðuneytinu á fimmtudag.

GM hefur aðeins endurgreitt rúman helming þeirra 50 milljarða sem fyrirtækið fékk.árið 2009.

Barack Obama hefur lagt nokkuð á sig undanfarna daga til að réttlæta björgun bílaframleiðandanna. Forsetinn fór Toledo í Ohio á föstudag og heimsótti verksmiðju Chrysler.

Einnig hafa sjónarmið forsetans birst á heimasíðu Hvíta hússins , eins og sjá má á myndinni hér að neðan.

Mynd tekin af heimasíðu Hvíta hússins.
Mynd tekin af heimasíðu Hvíta hússins.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)