Verslunarkeðjan JC Penney á í viðræðum við kröfuhafa um að fjármagna rekstur félagsins á meðan það fer í greiðslustöðvun með það að markmiði að endurskipuleggja reksturinn. WSJ greinir frá.

Penney á í viðræðum við núverandi lánadrottna sína, Wells Fargo, Bank of America og JP Morgan Chase um að leggja því til 800 milljónir til 1 milljarð dollara á meðan endurskipulagning á fjárhag félagsins stæði yfir.

JC Penney var stofnað árið 1902 og var meðal þekkustu vörumerkja Bandaríkjanna á síðustu öld. Fyrirtækið rekur í dag ríflega 850 verslanir víða um Bandaríkin. Taprekstur hefur þó sett svip sinn á félagið undanfarin ár. Heimsfaraldurinn sem nú geisar er þó við það að ýta félaginu yfir bjargbrúnina. Lokun verslunarmiðstöðva hefur komið illa við fyrirtækið þar sem hátt hlutfall verslana JC Penney er í verslunarmiðstöðvum.