Fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkja vinna nú að því að ljúka við útfærslu fjárhagsaðstoðar fyrir Írland. Stefnt er að því að björgunarpakkinn verði tilbúinn fyrir opnun markaða á morgun. Talið er nauðsynlegt að aðgerðir verði kynntar áður en markaðir opna til að koma í veg fyrir frekari vandræði á evrusvæðinu, að því er segir í frétt Bloomberg.

Fjármálaráðherrar ESB-ríkja hittust í dag ásamt seðlabankastjóra evrópska seðlabankans.