Rætt er um að þrefalda björgunarsjóð ESB að stærð, úr 440 milljörðum í 1.300 milljarða evra.

Þetta segja heimildarmenn AFP fréttastofunnar en frá þessu er greint á mbl.is .

Í frétt Viðskiptablaðsins í morgun var greint frá því að Klaus Regling yfirmaður björgunarsjóðsins muni hitta ráðamenn í Peking á föstudag. Einnig mun Nicolas Sarkozy hringja í Hu Jintao forseta Kína á morgun til að ræða stækkunina.

Kínverjar, Rússar og Brasilíumenn hafa gefið í skyn að þeir séu tilbúnir leggja fram fé í sjóðinn.

© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)