Framkvæmdanefnd Evrópusambandsins og björgunarsjóður evruríkja undirbúa nú að veita Portúgal allt að 100 milljarða evra lán.

Financial Times í Þýskalandi greinir frá í dag og hefur eftir heimildarmanni innan Evrópusambandsins.

Segir að hægt verði að veita lánið með skjótum hætti ef til þess kemur. Í dag fer fram ríkisskuldabréfaútboð í Portúgal og telja margir að þá komi í ljós hversu mikið traust fjárfestar bera til landsins. Ætlunin er að selja portúgölsk ríkisskuldabréf fyrir allt að 1,3 milljarða evra.

Afleiðingar lítils áhuga á útboðinu myndu líklega leiða til þess að Portúgal leiti fjárhagsaðstoðar og athygli beinast að Spáni, fjórða stærsta efnahagssvæðis ESB.