Samfélagssjóður Alcoa veitti björgunarsveitinni Ársól á Reyðarfirði 10.000 dala styrk, jafnvirði um 1,2 milljóna íslenskra króna, síðastliðinn sunnudag. Marcos Ramos, forstjóri Alcoa í Evrópu, og Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa á Íslandi, afhentu Ársól styrkinn.

„Þessi styrkur er ákaflega mikilvægur fyrir björgunarsveitina og  við erum mjög þakklát fyrir þennan góða stuðning frá Alcoa,“ sagði Hafliði Hinriksson, varaformaður Ársólar, þegar hann tók á móti styrknum fyrir hönd björgunarsveitarinnar.

Auk þess var unnið svokallað ACTION-verkefni á Reyðarfirði, að því er segir í fréttatilkynningu. Það er sjálfboðaliðaverkefni sem starfsmenn Alcoa standa fyrir og fólst meðal annars í því að mála húsakynni björgunarsveitarinnar að innan, klæða eldri hluta hússins að utan með álklæðningu og helluleggja.

10 þúsund dala styrkur var veittur 10 félagasamtökum í 10 löndum þann 10.10.10 síðastliðinn.