Björgvin G. Sigurðsson segir það mikla einföldun að halda að bankarnir hafi fellt krónuna með aðgerðum sínum síðustu misseri.

Hann sagði það ekki þjóna hagsmunum bankanna að kippa fótum undir sínum helstu skuldurum, það er almenningi í landinu og því væri það mikil einföldun að halda því fram að bankarnir hafi sjálfir fellt krónuna.

Þetta sagði hann í Silfri Egils í Ríkissjónvarpinu fyrir stundu.